Starfs­maður í íþróttahús og sund­laug

Íþróttahús Vopnafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í 40% starf ásamt afleysingu í Selárlaug.

Vinnutími er fimmtudaga og föstudaga á milli klukkan 8 og 16 ásamt afleyingu við Selárlaug.

Um er að ræða starf með möguleika á aukavöktum í íþróttahúsi.

Skilyrði fyrir afleysingum við Selárlaug er að starfsmaður hafi lokið hæfnisprófi samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Vopnafjarðarhreppur getur verið umræddum starfsmanni innan handar með að komast í slíkt próf ef þarf.

Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2023 og umsóknum skal skila á netfangið skrifstofa@vfh.is.