Starfsmaður í heimaþjónustu

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í heimaþjónustu í Fjarðabyggð. Um er að ræða 100% starfshlutfall og er unnið öllu jafna inni á heimilum og eftir þjónustusamningum hvers og eins þjónustuþega, staðsetningin er því breytileg. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Félagslegt innlit og stuðningur
  • Aðstoð við heimilishald, svo sem daglegar athafnir, innkaup, heimilisþrif og fl.
  • Veita persónulega aðstoð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi
  • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku
  • Gerð er krafa um hreint sakavottorð
  • Gerð er krafa um bílpróf og eigin bíl til afnota