STARFSMAÐUR Í AKSTRI OG LÉTTRI HÚSVÖRSLU

Fjarðabyggð auglýsir starf í akstursþjónustu og léttri húsvörslu laust til umsóknar en starfið gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.  Starfið felur í sér akstur og stuðning við aldraða, öryrkja og einstaklinga með langvarandi skerðingar og útkeyrslu matar í heimahús. Einnig er um að ræða létta húsvörslu í þjónustuhúsnæði í eigu Fjarðabyggðar –  Breiðabliki og Egilsbúð. Rík áhersla er lögð á sveigjanleika, þjónustulund og samskiptahæfni.

Helstu verkefni:
Starfsmaður vinnur við akstur á sérútbúnum bíl og þarf að hafa meiraprófsréttindi. Hann hefur umsjón með þjónustuhúsnæði Fjarðabyggðar í Breiðabliki og Egilsbúð og sér um að halda innkeyrslu og gönguleiðum færum auk þess að sinna léttu viðhaldi.

Hæfniskröfur:
Reynsla af starfi með eldri borgurum og öryrkjum er æskileg.
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
Meiraprófsréttindi eru skilyrði.
Gerð er krafa um verulega hæfni í mannlegum samskiptum.
Starfið krefst almennrar líkamlegrar hreysti.

Leitað er að einstaklingi með áhuga fyrir starfi sem fer fram í fjölkjarna sveitarfélagi. Öll kyn eru hvött til að sækja um stöðuna.  Um er að ræða tímabundið starf til eins árs, með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Allar frekari upplýsingar veitir Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir, ráðgjafaiðjuþjálfi, í síma 470-9000 eða í gegnum netfangið [email protected] 

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfslýsing.

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar.

Umsókn þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf, ásamt upplýsingum um akstursréttindi.