Starfsmaður á Vonarlandi

Austurbrú leitar að starfsmanni í verktöku til að taka að sér tilfallandi íhlaupaverkefni á starfsstöðinni á Vonarlandi á Egilsstöðum sem lúta að umsjón og umsýslu í húsinu, s.s. þjónusta við fundi og námskeið, prófyfirsetu og annað sem snýr að starfsemi í húsinu.

Um er að ræða óreglulegan vinnutíma. Þetta gæti því hentað með ýmsu öðru.

Nánari upplýsingar veitir yfirverkefnastjóri innri mála: Tinna Halldórsdóttir / tinna@austurbru.is