Starfskraftur á sviði málm – og/eða véltækniiðnaðar á Eskifirði.

Við leitum eftir einstaklingum með fagmenntun og starfsreynslu á sviði málm – og/eða véltækniiðnaðar á starfsstöð fyrirtækisins á Eskifirði.

Lögð er áhersla á að ráða hæft, áhugasamt og vel þjálfað fólk sem axlar ábyrgð og sýnir frumkvæði í starfi.

Það er markmið Hamars að einstaklingar sem sinna starfinu af áhugi og nýta hæfileika sína til fulls eigi raunverulega möguleika á því að byggja sig upp í starfi innan fyrirtækisins.

Helstu verkefni Hamars:

  • Heildarlausnir fyrir iðnað
  • Vélaviðgerðir og vélsmíði
  • Spilviðgerðir
  • Vöruhönnun, -þróun og tæknileg aðstoð
  • Stálsmíði úr svörtu / ryðfríu stáli og áli
  • Rennismíði í sérsmíði og fjöldaframleiðslu

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Stálsmíði, vélvirkjun, rennismíði, vélfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynslumiklir einstaklingar á sviði stálsmíði og vélaviðgerða koma til greina
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og færni til að vinna vel í teymi
  • Öguð vinnubrögð og gott skipulag
  • Metnaður til að skila góðu starfi

Samkeppnishæf laun í boði. 

Getum útvegað herbergi fyrir einstakling eða aðstoð við að finna leiguhúsnæði

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir: Njáll Andersen [email protected]