Starfsfólk óskast á N1 Egilsstöðum

N1 Egilsstöðum óskar eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum liðsfélögum til framtíðar- og sumarstarfa.

Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.

Leitað er að þjónustufúsu fólki sem er lipurt í mannlegum samskiptum og kann þá list að steikja góða hamborgara eða útbúa eðal pizzur.

Einnig er opið fyrir umsóknir vegna sumarstarfa.

Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru skilyrði. Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur og góð íslenskukunnátta.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynja Rut Borgarsdóttir verslunarstjóri í síma 440 1450 eða [email protected]

Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Egilsstaðir

Deila