Starfsfólk í stoðþjónustu í Neskaupstað

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir starfsfólki í búsetukjarna í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Um er að ræða vaktavinnu þar sem veitt er sólarhringsþjónusta.
Unnið er á dag-, kvöld-, nætur- og helgarvöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stoðþjónusta gegnir því mikilvæga hlutverki að aðstoða fatlað fólk við athafnir daglegs lífs. Rík áhersla er lögð á kærleiksríka nálgun þar sem starfsmaður myndar tengsl, skapar öryggi og vinnur með einstaklingum á þeirra forsendum.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
• Þjónustulund og jákvæðni.
• Hlýlegt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði, sjálfstæði og samviskusemi.
• Góð kunnátta í íslensku.
• Bílpróf æskilegt.
• Hreint sakavottorð.