Starfsfólk í félagsmiðstöðvar Múlaþings

Auglýst er eftir frístundaleiðbeinendum í tímavinnu hjá félagsmiðstöðvum á Djúpavogi og Seyðisfirði.

Viðkomandi starfa með forstöðufólki félagsmiðstöðva og sinna opnunum og öðru tilfallandi starfi á vegum félagsmiðstöðva.

Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar.

Er um að ræða tímavinn seinni partinn og á kvöldin.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sinnir vöktum í félagsmiðstöðvum og öðru starfi eftir atvikum.
  • Skipuleggur starfið í samráði við forstöðufólk.
  • Sækir fræðslu í samráði við annað starfsfólk sviðsins.
  • Sækir viðburði með börnum- og unglingum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi. Háskólamenntun á sviði uppeldis-, tómstunda- og/eða félagsmálafræði eða sambærileg uppeldismenntun mikill kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er mikill kostur sem og þekking á málaflokknum æskileg.
  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára gamall og hafa hreint sakavottorð skv. 10. gr. Æskulýðslaga (lög nr. 70/2007).
  • Snyrtimennska, góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðalyndur.
  • Er góð fyrirmynd.