Starf verkefnastjóra í Fab Lab

Verkmenntaskóli Austurlands auglýsir eftir verkefnastjóra Fab Lab smiðju í Neskaupstað. Smiðjan er staðsett er innan skólans. Fab Lab er stafræn smiðja og eru viðfangsefni verkefnastjóra á sviði aðstoðar við frumgerðasmíði, kennslu, þjálfunar, þróunar og ýmiss konar nýsköpunarverkefna í samstarfi við skóla, fyrirtæki, nemendur, almenning og frumkvöðla auk umsýslu með smiðjunni sjálfri, tækjum og hugbúnaði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með rekstri, aðstöðu og tækjum Fab Lab Hafa umsjón með og sinna fræðslu og þjálfun kennara í grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi Skipuleggja og annast samstarf við grunnskóla, framhaldsskóla og aðra sem hyggjast nýta aðstöðu Fab Lab Hefur umsjón með og stýrir innra starfi Fab Lab Austurland Móttaka og stuðningur við gesti í Fab Lab Austurland Viðhald búnaðar Umsjón lagers, umsjón með innkaupum og endursölu á efni Kynning á Fab Lab og tengdum viðfangsefnum Þátttaka í þróunarstarfi Umsjón með mælingum og mati á árangri starfsins skv. árangursmælikvörðum Virk þátttaka í starfi Fab Lab Ísland Mikilvægt er að verkefnisstjóri Fab Lab Austurland ljúki námi í Fab Academy

Hæfniskröfur

Menntun og/eða reynsla sem hentar starfinu, s.s. tölvunarfræði, forritun, kerfisstjórn, rafeindavirkjun, rafvirkjun, tölvuteikning eða önnur reynsla og/eða menntun tengd tækni og nýsköpun Færni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð og öguð vinnubrögð Frumkvæði, dugnaður og sköpunargleði Gott vald á íslensku og ensku Færni og geta til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi Nám í Fab Academy er kostur Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af verkefnastjórnun

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2021 eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands en skólinn hefur umsjón með daglegum rekstri Fab Lab Aust. Starfið krefst samvinnu við aðra stjórnendur skólans, kennara og stjórn Fab Lab Aust. Vinnutími er sveigjanlegur en getur krafist óreglulegrar viðveru tengt opnunartímum smiðjunnar fyrir almenning, fyrirtæki og námskeið sem eru haldin utan starfstíma skólans. Við ráðningu í starfið verður fyrst og fremst horft til hæfni og reynslu umsækjenda varðandi tækniþekkingu (tæki og hugbúnað), samvinnu og samskipti. Starfið getur mótast miðað við þá þekkingu og reynslu sem umsækjendur hafa. Hafi umsækjandi ekki sótt nám í Fab Academy mun viðkomandi þurfa að fara í það nám. Sjá einnig upplýsingar um skólann á www.va.is og upplýsingar um Fab Lab á www.fablab.is. Starfshlutfall er 100%. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2021 skal skila umsóknum á netfangið [email protected] Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsækjendur sendi jafnframt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir

Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari – [email protected] – 477-1620

Deila