Starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi er laust til umsóknar

Starf sveitarstjóra í Fljótsdalshreppi er laust til umsóknar.  Um er að ræða fullt starf með starfsstöð á skrifstofu sveitarfélagsins í Végarði. Ráðningartímabil er frá og með 1. júní 2020 út yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórnar sem lýkur um mitt ár 2022.

Starfssvið:

  • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar.
  • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins.
  • Samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar.
  • Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, samtök, fyrirtæki, íbúa.
  • Að gæta hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vera talsmaður sveitarstjórnar og vinna að framfaramálum.
  • Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í helstu málaflokkum.

Æskileg hæfni og menntun:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Leiðtogahæfni , frumkvæði og hugmyndaauðgi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræði og riti.
  • Áhugi á uppbyggingu samrélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri.
  • Reynsla af sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu.
  • Menntun sem nýtist í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2020 (umsóknir póstlagðar í síðasta lagi þann dag). Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf um þau atriði sem talin eru upp hér að framan  um æskilega hæfni og menntun.  

Umsóknir skulu sendar bréflega og merktar þannig:

Fljótsdalshreppur, b.t. oddvita – mál 10, Végarði, 701 Egilsstöðum.

Upplýsingar um Fljótsdalshrepp  má finna á vefsíðunni www.fljotsdalur.is.

Frekari upplýsingar um starfið og sveitarfélagið veitir:

Jóhann F. Þórhallsson oddviti, tölvupóstfang [email protected]  / símanúmer 864-9080.