Stafrænn sérfræðingur í verslun á Egilsstöðum

Við leitum að klárum einstaklingi til að hjálpa okkur með vefverslun okkar ásamt stafrænni markaðsetningu auk tilfallandi verkefna þessu tengdu.  Vaskur er staðsettur á Egilsstöðum en ekki er nauðsynlegt að viðkomandi sé það.  Fjarvinna er möguleiki.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Utanumhald og þróun á vefverslun Vasks
 • Uppfærsla á vörum í vefverslun
 • Uppfærsla á útliti á vef
 • Önnur þróun á vef í samvinnu við samstarfsaðila
 • Uppsetning á auglýsingum m.a. fyrir samfélagsmiðla.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Við erum að leita að einstaklingi sem er með gott auga fyrir vinnu á vef og brennandi áhuga á að byggja upp öfluga og flotta vefverslun.
 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
 • Reynsla af Woocommerce æskileg
 • Þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu s.s. leitarvélabestun, Google Analytics og stýringu samfélagsmiðla
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku og hæfni í textaskrifum
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðað viðhorf
Fríðindi í starfi
 • Góð laun og fríðindi í boði fyrir rétta manneskju