Staða skólastjóra við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla

Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla eru tæplega 60 nemendur á aldrinum frá 1 – 16 ára.  Kennt er í báðum byggðarkjörnum, Breiðdal og Stöðvarfirði og nemendum á grunnskólaaldri er ekið á milli byggðarkjarna.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu
  • Fagleg forysta, dagleg stjórnun og samhæfing  starfskrafta skólans
  • Víðtækt samstarf við stofnanir, heimili og samfélag

Menntun og hæfniskröfur:           

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu
  • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.bs.is.  Nánari upplýsingar veitir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri, í síma 860 – 8331, netfang: [email protected]

Umsóknir og umsóknarfrestur       

Staðan er laus frá 1. ágúst 2021. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Sæktu um hér.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Deila