Spennandi tækifæri á Austurlandi – Bíladeild

Tanni Travel er rótgróið alhliða ferðaþjónustufyrirtæki fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, staðsett á Austurlandi.

Fyrirtækið á 16 hópferðabíla af öllum stærðum og gerðum.

Við erum samhentur hópur starfsmanna með mikinn metnað og viljum bæta við okkur kraftmiklum, hugmyndaríkum, jákvæðum og samviskusömum liðsmönnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og viðhald bíla
 • Verkefnamönnun
 • Samskipti við samstarfaðila
 • Þróun ferla og verklags
 • Tilboðs- og áætlanagerð
 • Annað tilfallandi

Við leitum að starfsmanni sem býr yfir

 • Starfsreynslu sem nýtist í starfi
 • Góðri íslensku- og enskukunnáttu í bæði rituðu og töluðu máli
 • Góðri tölvukunnáttu, Word og Excel skilyrði
 • Sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum
 • Góðum samskipta- og skipulagshæfileikum
 • Getur unnið undir álagi og í skorpum

Kostur, en ekki nauðsynlegt

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórunun
 • Þekking á Austurlandi
 • Aukin ökuréttindi

Um er að ræða 100% starf.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 6. desember 2022.

Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Díana Mjöll, á netfanginu dianamjoll@tannitravel.is

Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á sama netfang