Spennandi sérfræðistörf hjá Skattinum á Egilsstöðum

Nú er tækifæri fyrir metnaðarfulla og kraftmikla einstaklinga að slást í hóp starfsmanna Skattsins á starfsstöðinni á Egilsstöðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um fjölbreytt verkefni eru að ræða er tengjast m.a. álagningu skatta, yfirferð gagna, upplýsingagjöf um skattamál ásamt öðru er tengist skattskilum einstaklinga.

Hæfnikröfur
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða).
– Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
– Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
– Frumkvæði og metnaður.
– Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum.
– Jákvæðni og þjónustulund.
– Geta til að vinna undir álagi.
– Góð almenn tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.03.2020

Nánari upplýsingar veitir
Hrefna Björnsdóttir – [email protected] – 4421000

Ríkisskattstjóri
einstaklingssvið, Egilsstaðir
Skjólvangi 2
700 Egilsstaðir

Smelltu hér til að sækja um starfið