Söluráðgjafi á rafbúnaðarsviði

Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan, metnaðarfullan og harðduglegan söluráðgjafa í útibú fyrirtækisins að Nesbraut 9 á Reyðarfirði.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi.

Vinnutími er 8-17 virka daga.

Johan Rönning var stofnað árið 1933 og er hluti af Fagkaup sem rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Vatn og veitur, S. Guðjónsson og Áltak.
Hjá Johan Rönning starfa um 160 starfsmenn í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og Akureyri.
Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík.

Johan Rönning hlaut nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2020 og var það í 10 skiptið sem Johan Rönning hlýtur þessa nafnbót sem starfsmenn bera með miklu stolti.

Johan Rönning starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Upplýsingar um starfið veitir Helgi Guðlaugsson í síma 5200800 eða [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og þjónusta við viðskiptavini
  • Tilboðsgerð og ráðgjöf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla í rafiðnaði eru kostur
  • Mikil þjónustulund
  • Frumkvæði
  • Samskiptahæfni
  • Lausnamiðaður hugsunarháttur
  • Reynsla af sölustörfum er kostur