Skólastjóri Leikskólans Dalborgar Eskifirði

Staða skólastjóra við leikskólann Dalborg á Eskifirði í sveitarfélaginu Fjarðabyggð er laus til umsóknar skólaárið 2019-2020, á meðan núverandi skólastjóri er í fæðingarorlofi. Leitað er að kraftmiklum og lausnamiðuðum leiðtoga sem er tilbúinn að leiða þróttmikið skólastarf og taka þátt í eflingu skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Helstu verkefni: 

Ábyrgð á rekstri skólans og þróunarvinnu

Fagleg forysta, dagleg stjórnun og samhæfing starfskrafta skólans

Víðtækt samstarf við stofnanir, heimili og samfélag

 

Menntun og hæfniskröfur:

Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla

Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg

Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg

Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

 

Skólastjóri skal hafa metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum og vera tilbúinn að leiða faglegt og félagslegt starf innan skólans og stuðla að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

 

Dalborg er fjögurra deilda leikskóli á Eskifirði og nemendur eru um 80. Leikskólinn er staðsettur í næsta nágrenni við íþróttamiðstöð Eskifjarðar og í u.þ.b. eins kílómeters fjarlægð frá grunnskóla staðarins en þar er elsta deild skólans er starfrækt, sem og tónlistarskóli og bókasafn. Í skólanum ríkir góður starfandi og gott samstarf er við aðra skóla í Fjarðabyggð. Öflugt foreldrafélag styður þétt við skólastarfið.

Leikskólinn nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART og tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð svo sem bættum árangri í læsi og stærðfræði og verklegt er vitið. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans; www.leikskolinn.is/dalborg/

 

Umsóknir og umsóknarfrestur

Staðan er laus frá 1. ágúst 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Umsóknarfrestur er til 6. apríl.

 

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

 

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Sótt er um starfið hér
Deila