
SÉRKENNSLUSTJÓRI VIÐ LEIKSKÓLANN DALBORG
Leikskólinn Dalborg auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérkennslustjóra. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Við erum „Skóli á grænni grein“ og vinnum eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.
Starfssvið:
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna
- Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu
- Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu, stuðning, fræðslu og ráðgjöf
- Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum
- Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar
Menntun, reynsla og hæfni:
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
- Reynsla af starfi með börnum á leikskólaaldri
- Góð færni í samskiptum
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátt
Frekari upplýsingar:
- Um er að ræða 100% starf
- Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst
- Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2022
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri í síma 476-1341 eða thordismb@skolar.fjardabyggd.is og einnig Helena Rós Rúnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 476-1341 eða á helena@skolar.fjardabyggd.is
Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is með því að smella hér