Sérkennslustjóri á Egilsstöðum

Sérkennslustjóri óskast í leikskólann Tjarnarskóg Egilsstöðum, um 100% framtíðarstarf er að ræða. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 10. ágúst nk.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Skipulagning, framkvæmd og endurmat sérkennslu í leikskólanum
 • Frumgreiningar
 • Ráðgjöf til starfsmanna
 • Miðlun upplýsinga til foreldra og starfsmanna leikskóla
 • Umsjón námsgagna
 • Gerð einstaklingsnámskráa
 • Ráðgjöf og samvinna við foreldra
 • Fundir og viðtöl vegna stuðningsúrræða
 • Þátttaka í stjórnendateymi leikskólans
 • Sér um samskipti við félagsþjónustu og skólaþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leyfisbréf til kennslu
 • Framhaldsmenntun á sviði sérkennslu
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
 • Önnur tungumálakunnátta er kostur
Deila