Sálfræðingar hjá Múlaþingi

Laus eru til umsóknar tvö stöðugildi sálfræðínga á fjölskyldusviði Múlaþings. Um framtíðarstörf er að ræða.

Múlaþing auglýsir lausa til umsóknar tvær 100% stöður sálfræðinga á fjölskyldusviði. Á fjölskyldusviði Múlaþings er rík áhersla á forvarnir og snemmtæka íhlutun með virku samstarfi fjölbreytts hóps fagaðila í teymum m.a. í Austurlandslíkaninu.

Verkefnin eru fjölbreytt, m.a. mun viðkomandi taka þátt í að:

  • Sinna athugunum, greiningu og ráðgjöf vegna nemenda í leik- og grunnskólum
  • Annars eftirfylgd og mat á árangri í samstarfi við starfsfólk og foreldra
  • Veita starfsfólki leik- og grunnskóla fræðslu, stuðning og ráðgjöf
  • Vinna að forvörnum og fjölþættri ráðgjöf í teymum fagaðila m.a. í Austurlandslíkaninu

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Reynsla af starfi í skólaþjónustu er æskileg
  • Áhugi á virkri þátttöku í teymistarfi
  • Góð málakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð
  • Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri, sími 470 0700 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf.

Umsækjendur þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Sálfræðingar hjá Múlaþingi | Fjölskyldusvið | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)