Rekstrarstjóri í álframleiðslu

Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að hafa umsjón með daglegum rekstri kerskála og kersmiðju. Fimm framleiðsluteymi sinna álframleiðslu í kerskálanum allan sólargringinn, alla daga ársins. Rekstarstjóri fylgir framleiðsluáætlunum eftir, hefur eftirlit með gæðum, styður framleiðsluteymin og stuðlar að umbótum. Markmiðið er að hámarka framleiðni á öruggan, heilsusamlegan og umhverfisvænan hátt.

Ábyrgð og verkefni

 • Umsjón með rekstri kerskála og kersmiðju
 • Skipulagning, áætlanagerð og stefnumótun
 • Tryggja að framleiðslan uppfylli gæðastaðla
 • Styðja og samræma vinnu teymisleiðtoga
 • Vinna að eflingu og þróun framleiðsluteyma
 • Stuðla að umbótum í framleiðsluferlum
 • Mannaforráð og verkefnastjórnun

Menntun, hæfni og reynsla

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun og framleiðslu
 • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð
 • Sterk öryggis- og umhverfisvitund
 • Frumkvæði, lausnamiðað hugarfar og umbótavilji
 • Hæfni í samskikptum og teymisvinnu
 • Gott vald á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingólfur Tómas Helgasón, framkvæmdastjóri álframleiðslu, í tölvupósti á netfangið ingolfur.helgason@alcoa.com eða í síma 843 7536. Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 10. október