Rafvirkjar óskast – Securitas

Securitas á Austurlandi leitar að öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum og krefjandi
tækniverkefnum viðskiptavina. Um er að ræða spennandi starf í samheldnum hópi
starfsfólks sem veitir framúrskarandi þjónustu.

VIÐ LEITUM AÐ EINSTAKLINGI:

• Með sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun

• Sem sýnir frumkvæði í starfi og metnað til að takast á við krefjandi verkefni

• Sem býr yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

• Með góða tölvukunnáttu

Starfið felur í sér fjölbreytt tækniverkefni
og eftirlitsþjónustu við öryggis- og
brunaviðvörunarkerfi ásamt uppsetningu og
forritun á myndavélum og eftirlitsbúnaði.

Í boði er fullt starf og er vinnutíminn frá
kl. 8.00-16.00 virka daga. Starfið hentar
bæði konum og körlum sem eru með
hreint sakavottorð og gilt ökuskírteini.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Birgir Jóhannsson, útibússtjóri, í síma 580 7233.
Tekið er á móti umsóknum á www.securitas.is.
Íslenskukunnátta er skilyrði.

Deila