Rafveitustjóri Fjarðaáls

Fjarðaál er stærsti einstaki raforkunotandi á Íslandi og rekstur rafveitu Fjarðaáls er ölbreyttur og krefjandi starfsvettvangur þar sem öryggismál eru í brennidepli. Rafveitustjóri hefur mannaforráð og er ábyrgur fyrir rekstri og viðhaldi ásamt umbótaverkefnum innan rafveitu.

Ábyrgð og verkefni

 • Umsjón með daglegum rekstri rafveitu Fjarðaáls
 • Samskipti við hagsmunaaðila og birgja
 • Áætlanagerð
 • Umsjón með framkvæmd viðhalds og endurbóta
 • Umsjón með þjálfun og færni starfsmanna sem sinna rekstri og viðhaldi
 • Ábyrgð á rekstri rafveitu skv. kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og stöðlum Alcoa

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða -tæknifræði af sterkstraumssviði
 • Reynsla af stjórnun og rekstri háspenntra raforkuvirkja
 • Réttindi samkvæmt kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til ábyrgðarmanns rafveitu
 • Reynsla frá framleiðslufyrirtæki eða stóriðju er kostur
 • Lipurð í samskiptum og vilji til að vinna í teymi
 • Sterk öryggisvitund, sjálfstæði og frumkvæði
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Umsóknir eru trúnaðarmál og er þeim öllum svarað. Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um starfið. Frekari upplýsingar veitir Ásgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri áreiðanleika og viðhalds, [email protected] eða í síma 470 7700.

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á www.alcoa.is

Deila