Nemendaumsjón á heimavist Verkmenntaskóla Austurlands

Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir starfsmanni til að starfa við nemendaumsjón á heimavist skólans. Í starfinu felst að vera nemendum til halds og trausts vegna búsetu fjarri heimili sínu, eftirfylgni með heimavistarreglum og að hafa eftirlit með húsnæði heimavistar. Einnig að opna fyrir morgunverð á virkum dögum og starfa með vistarráði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg umsjón og eftirlit með nemendum á heimavist VA
  • Sinna umsjón með umgengi nemenda á og við heimavist og haf eftirlit með húsnæðinu
  • Vera til staðar fyrir nemendur og liðsinna þeim eftir því sem efni standa til
  • Fylgja eftir reglum heimavistar
  • Starfa með vistarráði

Hæfniskröfur

  • Afburða samskiptahæfni, árvekni og þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Umburðarlyndi, þolinmæði og ánægja af því að starfa með ungu fólki
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Enskukunnátta æskileg
  • Reynsla af vinnu með ungu fólki er æskileg
  • Þekking á skólakerfinu æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða hlutastarf þá daga sem nemendur dvelja á vist og fylgir því skóladagatali skólans sem aðgengilegt er á heimasíðu, www.va.is Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Krafa er um að viðkomandi starfsmaður búi í íbúð áfastri heimavistinni í eigu skólans. Ráðið er í starfið frá og með 19. ágúst 2021. Afhending á íbúð getur farið fram fyrr eða skv. samkomulagi. Í ljósi jafnréttisáætlunar skólans eru öll kyn hvött til að sækja um störfin. Umsóknir ásamt greinargerð um menntun og/eða fyrri störf berist á tölvupóstfangið [email protected] eigi síðar en 21. júní 2021. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Mikilvægt er að tilgreina meðmælendur í umsókninni. Afriti af prófskírteinum skal skila með umsókn ef við á. Við ráðningu skal sakavottorð liggja fyrir. Haldið verður eftir afriti af umsóknargögnum í samræmi við ákvæði laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.va.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Ath. starfið er með staðsetningu á heimavist Verkmenntaskóla Austurlands.

Nánari upplýsingar veitir

Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari – [email protected] – 477-1620.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.