ME leitar að framhaldsskólakennara (stærðfræði)

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir stærðfræðikennara í 50% stöðu frá og með næsta skólaári.

Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum, námsmati, leiðsagnarnámi og þverfaglegu samstarfi á grundvelli skólanámskrár. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við nemendur jafnt staðnema og fjarnema. Skipulag skólaársins er með þeim hætti að önnum er skipt í tvær spannir. Skólinn notar kennslukerfið Canvas og námsumsjónarkerfið Innu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð á eftirfarandi:

 • kennslu (stað og fjarkennsla), undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum, skv. markmiðum skóla- og aðalnámskrár,
 • gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara,
 • að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar,
 • skráningu fjarvista nemenda sinna,
 • öðru samstarfi vegna starfs síns skv. markmiðum skóla og aðalnámskrár,
 • almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skóla­námskrár
 • sitja kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglurgerð um kennarafundi.
 • önnur tilfallandi verkefni í samráði við skólameistara

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu hafa rétt til að nota starfsheitið kennari og vera með sérhæfingu til að kenna bóknámsgreinar á 2.-4. hæfniþrepi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla, auk almennrar hæfni á viðkomandi fræðasviði sem krafist er við námslok á stigi 1.2 samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður eins og stendur í lögum nr. 95 frá 1. júli 2019.

Að auki þarf viðkomandi kennari að hafa

 • reynslu af stærðfræðikennslu í framhaldsskóla
 • góða þekkingu og reynslu af notkun upplýsingatækni í starfi
 • sjálfstæð vinnubrögð
 • mjög góða samskiptahæfni
 • frjótt frumkvæði
 • vilja til þróunar í starfi og starfsháttum
 • góða þekkingu á kennslukerfinu Canvas og námsumsjónarkerfinu Innu.

  Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um menntun, starfsréttindi sem kennari, fyrri störf og meðmælendur. Umsækjendur þurfa að hafa hreina sakaskrá.

Umsóknarfrestur um ofangreinda stöðu rennur út 26. febrúar næstkomandi og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Ráðið er í starfið frá og með 1. ágúst.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 26.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

Árni Ólason – [email protected] – 4712500
Elín Rán Björnsdóttir – [email protected] – 4712500

Smelltu hér til að sækja um starfið

Deila