Matráður í móttökueldhús – Leikskólinn Tjarnarskógur

Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 160 börn á tveimur starfsstöðvum. Leikskólinn horfir til fjölgreindarkenningar Howard Gardners í starfsaðferðum sínum og einkunarorð skólans eru: Gleði, virðing, samvinna og fagmennska.

Matráður er staðsettur í móttökueldhúsi á Skógarlandi en heldur utan um pantanir í báðum starfsstöðvum og er í miklu samstarfi við starfsmann í eldhúsi á Tjarnarlandi.

Um fullt starf er að ræða. Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Matráður sér um pantanir á aðföngum í bæði hús og ber ábyrgð á rekstri eldhúsins ásamt skólastjórnendum
  • Matráður hefur umsjón með þvotti, þrifum og skráningu því tengdu
  • Matráður ber ábyrgð á verkstjórn og vinnuskipulagi aðstoðarmatráðs

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun á sviði matargerðar eða starfsreynsla í mötuneyti æskileg.
  • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla af stjórnun eldhúss
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum