Matráður á leikskóla

Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólann Bjarkatún á Djúpavogi. Um er að ræða 100% starf frá kl.8:00-16:00. Um framtíðarstarf er að ræða frá 1. maí 2021.

Leikskólinn Bjarkatún vinnur eftir hugmyndafræði Cittaslow, Grænfána og Uppeldi til ábyrgðar. Samvinna, traust og virðing eru lykilorð okkar í leikskólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun og framkvæmd starfsins í eldhúsinu.
  • Sér um innkaup á mat og búnaði fyrir eldhúsið.
  • Umsjón með kaffistofu og þvottahúsi.
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
  • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Bílpróf æskilegt
Deila