Lögreglumenn á Eskifirði og Egilsstöðum

Lögreglustjórinn á Austurlandi auglýsir lausar til umsóknar stöður þriggja lögreglumanna við embættið með starfstöðvar á Eskifirði annarsvegar og Egilsstöðum hinsvegar.

Sett verður í stöðurnar til árs frá og með 15. maí 2021 með möguleika á skipun að reynslutíma loknum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Egilsstöðum, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði. Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur byggðakjarna er Egilsstaðir.

Á svæðinu er gott mannlíf og fjölskylduvænt umhverfi þar sem eru miklir möguleikar til útivistar og fjölbreyttrar tómstunda- og íþróttaiðkunar fyrir bæði börn og fullorðna. Fjölskrúðugt menningarlíf og stórbrotin náttúra þar sem eru heimkynni hreindýra. Landslagið er fjölbreytt og stutt á Vatnajökul og hálendið.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir að minnsta kosti 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi. Góð þekking á lögreglukerfinu (LÖKE) er kostur. Færni í mannlegum samskiptum, góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að starfa í hóp eru nauðsynlegir eiginleikar. Góð staðarþekking er kostur. Æskilegt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og góða almenna tölvukunnáttu.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.

Ráðningarkjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða vaktavinnu og bakvaktir.

Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Lögreglustjórinn á Austurlandi setur í stöðurnar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningar liggur fyrir. Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Konur jafnt sem karlar eru hvattir til að sækja um auglýstar stöður.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 09.04.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kristján Ólafur Guðnason – [email protected] – 4440635

Smelltu hér til að sækja um starfið

Deila