Liðveisla á Seyðisfirði

Laust er starf liðveitanda í tímavinnu á Seyðisfirði til að aðstoða fullorðinn mann, en liðveisla felst í því að rjúfa félagslega einangrun og aðstoða einstaklinginn við að taka þátt í ýmis konar uppbyggilegu tómstundastarfi s.s. útivist og hreyfingu.

Hver einstaklingur fær u.þ.b. tvær til fjórar klst. á viku í liðveislu og er þetta kjörið starf með námi fyrir fólk eldra en 18 ára en um tímavinnu er að ræða.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Íslenskukunnátta
  • Ökuréttindi eru æskileg
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi væri kostur

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Félagsþjónustu Múlaþings þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um störfin veita Aðalheiður Árnadóttir, í síma 470 0700 og á netfanginu [email protected] og Guðbjörg Gunnarsdóttir, í síma 470 0700 og á [email protected].

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuuplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Liðveisla á Seyðisfirði | Fjölskyldusvið | Hlutastarf Seyðisfjörður | Alfreð (alfred.is)