Leikskólakennari á Seyðisfirði

Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  1. Vinnur að einstaklingsbundnu uppeldi og menntun barnanna.
  2. Tekur þátt í skipulagi og verkefnum deildarinnar/skólans m.a. í þróunarverkefnum, foreldrasamstarfi, á starfsmannafundum og samstarfi við aðrar stofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Deila