Leikskóladeild – Seyðisfjörður

Leikskóladeild
Við leitum að áhugasömu og vel menntuðu fagfólki til starfa á leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla.

b) Leikskólakennari óskast í fullt starf frá 1.apríl 2019

c) Leikskólakennari óskast í fullt starf frá 1.maí 2019

Starfsvið

Kennsla og umönnun nemenda á leikskóladeild, aldur: 1-2 ára og 2-4 ára og 5- 6ára
Umsóknarfrestur til og með 20. mars 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

Metnaður fyrir skapandi skólastarfi og umhverfisvænum vinnubrögðum í anda skólastefnu Seyðisfjarðarskóla.
Gerð er krafa um leyfisbréf til kennslu, en aðrar umsóknir skoðaðar.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð hæfni til að vinna með börnum og ungmennum.
Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki.
Önnur menntun og eða reynsla sem nýtist í starfi æskileg.
Góð íslenskukunnátta.

Almennar kröfur og upplýsingar um öll störf við Seyðisfjarðarskóla

Karlar og konur eru hvött til að sækja um.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og AFLI eftir atvikum.

Sótt er um á heimasíðu sveitarfélagsins.
Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. lögum.
Gögn um menntun og/eða leyfisbréf og ferilskrá skulu fylgja með umsókn ásamt upplýsingum um meðmælendur.
Upplýsingar um störfin, skólann og annað, veitir skólastjóri í síma 470-2327 eða 7717217, netfang [email protected]
Sjá nánar um skólann: https://seydisfjardarskoli.sfk.is/