Leiðtogi framleiðsluteymis í kerskála

Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að leiða framleiðsluteymi í kerskála þar sem ál er framleitt allan sólarhringinn í 336 rafgreiningarkerum. Leiðtogi framleiðsluteymis stendur vaktir með teyminu sínu og hefur jafnframt þrjá fyrirliða sér til stuðnings. Leiðtogi fylgir eftir framleiðsluáætlunum, leiðir úmbótavinnu, stuðlar að öryggi og sinnir mannauðsmálum.

Ábyrgð og verkefni

  • Leiðtogi vinnur að því að þróa teymi ólíkra einstaklinga með gildi Alcoa, heilindi, árangur, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi. Áhersla er lögð á nýtingu styrkleika, jákvæð samskipti og góðan starfsanda
  • Leiðtogi hefur viðveru á framleiðslugólfi hluta af vinnutíma sínum og fylgir því eftir að teymið framleiði samkvæmt áætlunum og uppfylli þarfir viðskiptavina á öruggan, heilbrigðan og umhverfisvænan hátt
  • Leiðtogi sinnir mannauðsmálum teymisins og gegnir lykilhlutverki í helgun starfsmanna með því að miðla upplýsingum, skýra væntingar, tryggja þjálfun og veita stuðning, hvatningu og endurgjöf
  • Með stöðlun besta verklags og stöðugu umbótastarfi leggur teymið sitt af mörkum til árangurs og þróunar framleiðsluferilsins

Menntun, reynsla og hæfni

  • Æskilegt er að leiðtogi hafi menntun sem nýtist í starfi og fimm ára reynslu af framleiðslu eða stjórnun
  • Mikið reynir á samskikptahæfni. Leiðtogi þarf að geta stutt og hvatt starfsmenn en um leið að geta tekið á erfiðum málum af festu
  • Leiðtogi þarf að hafa frumkvæði í starfi, vilja til að vinna að stöðugum úrbótum og etnað til að ná árangri. Gerð er krafa um sterka öryggis- og gæðavitund
  • Starfið krefst nákvæmni og skipulagshæfileika. Leiðtogi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og gott vald á íslensku og ensku

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Frekari upplýsingar um starfið vitir Kristinn Már Ingimarsson, framkvæmdastjóri tæknimála álframleiðslu, í tölvupósti á netfangið kristinn.ingimarsson@alcoa.com eða í síma 843 7742.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 27. janúar.