
Leiðbeinendur og aðstoðarfólk hjá UMF Þristi
Vilt þú vinna við að leika þér?
UMF Þristur auglýsir eftir leiðbeinendum og aðstoðarfólki til að sjá um námskeið félagsins í vor og sumar.
UMF Þristur hefur byggt upp vinsæl námskeið fyrir börn þar sem áhersla er lögð á útivist og hjólreiðar. Við leitum að jákvæðu, hugmyndaríku, þolinmóðu, stundvísu og metnaðarfullu fólki sem hefur gaman af því að vinna með börnum og vill hjálpa þeim að þroskast og eflast í gegnum fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Reynsla af vinnu með börnum kostur.
Fólk af öllum kynjum og á öllum aldri er hvatt til að sækja um. Fyrirspurnir og umsóknir skulu sendar á [email protected]
Deila