Lausar stöður leikskólakennara 2025 -2026
Tjarnarskógur auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu leikskólakennara. Ráðningartími er frá nóvember 2025. Hlutastörf koma einnig til greina.
Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 150 börn á tveimur starfsstöðvum. Leikskólinn Tjarnarskógur er að vinna að innleiðingu á Uppeldi til ábyrgðar og horfir til fjölgreindarkenningar Howard Gardners í starfsaðferðum sínum. Einkunnarorð skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfið felur í sér almenna kennslu
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
- Tekur þátt í gerð skólanámskrá mati á starfsmeni leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðarmenn barnanna
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn). Ef ekki fæst kennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhugi á að vinna með börnu
- Sveigjanleiki, áreiðanleiki og stundvísi
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð