Laus störf við Egilsstaðaskóla

Við Egilsstaðaskóla eru eftirfarandi störf laus til umsóknar frá og með næsta skólaári:

Staða deildarstjóra á yngsta stigi
Um er að ræða stöðu deildarstjóra á yngsta stigi, 1.-3. bekk, 50% starf. Deildarstjóri á yngsta stigi hefur jafnframt umsjón með sérkennslu í 1.-3.bekk og starfar í stjórnendateymi skólans.
Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun, reynslu af stjórnun, skipulagshæfileika og góða samskiptahæfni. Jafnframt er gerð krafa um menntun í sérkennslufræðum. Stjórnunarmenntun er kostur.

Kennarastöður
Auglýst er eftir umsjónarkennara á miðstigi, smíðakennara og tónmenntakennara í 50% starf. Jafnframt er auglýst eftir umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi til eins árs vegna fæðingarorlofs. Um er að ræða 90-100% stöður.
Nánari upplýsingar um Egilsstaðaskólaog störf þar veitir Ruth Magnúsdóttir skólastjóri í síma 4700 607 eða á netfanginu [email protected]. Upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans www.egilsstadaskoli.is.
Um allar ofangreidar stöður gildir að launakjör eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Nauðsynlegt er að umsækjendur séu liprir í samskiptum og æskilegt að þeir hafi gott vald á íslensku. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda hlutaðeigandi skólastjórum. Umsóknarfrestur er til 2. maí nk.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.