Kennari á miðstig – Seyðisfjarðarskóli

Seyðisfjarðarskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á miðstig í 100% stöðu frá og með 1. mars næstkomandi. Um framtíðarstarf er að ræða.

Seyðisfjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli ásamt listadeild. Í skólanum eru 100 börn, 65 í grunnskóladeildinni og 35 í leikskóladeild. Starfsfólk og nemendur skólans vinna eftir aðferðafræði uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar og einkunnarorð skólans eru: Í hverju barni býr fjársjóður.

Menntunar og hæfniskröfur eru:

  • Kennaramenntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni
  • Frumkvæði í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og Kennarasambands Íslands.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri í síma 866 8302 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á ofangreint netfang

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Deila