KENNARASTÖÐUR VIÐ NESSKÓLA

Lausar eru til umsóknar kennarastöður við  Nesskóla. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem eru tilbúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks.  Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Við Nesskóla stunda um 218 nemendur nám. Skólinn er staðsettur í glæsilegu húsnæði þar sem einnig eru til húsa bókasafn staðarins og tónlistarskóli. Leitað er eftir kennurum til að sinna umsjónarkennslu á yngsta- og miðstigi skólans . Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1.ágúst 2022.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi, starfsreynsla er æskileg.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Góð færni í íslensku, rituðu og töluðu máli.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Starfslýsing grunnskólakennara.pdf

Í skólanum eru um 218 börn í 1. – 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti.  Leitað er að þroskaþjálfa sem eru reiðubúnir til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áherslan er lögð á samstarf og samvinnu.

Skólastarf Nesskóla miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar. Neskaupstaður er í Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingamöguleika.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Karen Ragnarsdóttir skólastýra Nesskóla, s. 477-1124, netfang [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. maí

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is með því að smella hér