KENNARASTÖÐUR VIÐ GRUNNSKÓLA FÁSKRÚÐSFJARÐAR

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar leitar eftir umsjóna- og verkgreinakennurum fyrir næsta skólaár. Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans. Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar stunda um 100 nemendur nám. Skólinn er staðsettur í glæsilegu húsnæði með frábærri aðstöðu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi
  • Starfsreynsla er æskileg.
  • Samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Starfslýsing grunnskólakennara.pdf

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2022. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.

Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans; www.fask.is.  Nánari upplýsingar veitir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri, netfang: [email protected] eða í síma 475-9025

Sótt er um störfin á ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is með því að smella hér