Kennarastöður við Brúarásskóla

Auglýst er eftir kennurum í eftirtalin störf næsta skólaár við Brúarásskóla.

  • 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi
  • 60% staða kennara á miðstigi þar sem danska er meðal kennslugreina.
  • 70% staða kennara á unglingastigi þar sem stærðfræði og raungreinar eru meðal kennslugreina.
  • 70% staða leikskólakennara.

Brúarásskóli er samrekinn grunn- og leikskóli í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði. Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina í gegnum fjölbreytt þemaverkefni sem dreifast yfir veturinn. Mikið er lagt upp úr tjáningu og framsetningu verkefna sem nemendur ljúka. Verkgreinum er gert hátt undir höfði í skólanum og boðið upp á fjölbreyttar valgreinar fyrir nemendur í 6.-10 bekk. Skólinn leggur auk þess ríka áherslu á útivist og hreyfingu en góður íþróttasalur er í skólanum og auk þess sparkvöllur og ærslabelgur sem nýtast nemendum vel.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár í samráði við aðra kennara og skólastjóra.
  • Taka virkan þátt í mótun skólastarfsins með velferð nemenda að leiðarljósi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennsluréttindi.
  • Áhugi á að starfa með börnum.
  • Góð hæfni til samvinnu með börnum og fullorðnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Gott vald á íslenskri tungu og áhugi á að nýta upplýsingatækni í kennslu.