KENNARASTÖÐUR VIÐ BREIÐDALS- OG STÖÐVARFJARÐARSKÓLA.

Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli leitar að kennurum fyrir næsta skólaár. Leitað er að kennurum sem er reiðubúnir að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtileg og krefjandi störf með nemendum skólans. Um almenna kennslu er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu, starfsreynsla er æskileg.
  • Samskipta og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi.
  • Skipulagshæfileikar.
  • Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.

Starfslýsing grunnskólakennara.pdf

Við skólann starfar samhentur hópur starfsfólks sem leggur metnað í góð samskipti og því gerum við kröfu til starfsmanna að þeir búi að ríkulegri samskiptahæfni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Erla Jóna S. Steingrímsdóttir skólastjóri [email protected]; s:862 3534.

Umsóknir og umsóknarfrestur       

Staðan er laus frá 1. ágúst 2022. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og viðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 15. maí

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Sótt er um stöðurnar á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér