Kennarar í ensku og spænsku við Verkmenntaskóla Austurlands

Verkmenntaskóli Austurlands leitar að kennurum í ensku og spænsku. Störfin felst í undirbúningi, framkvæmd og úrvinnslu kennslu og námsmats í þeim áföngum sem viðkomandi er falið að kenna, þannig að markmiðum skólans sé fylgt. Einnig að fylgjast með að kennsla og námsefni uppfylli kröfur íslenskra laga og reglugerða sem gilda um rekstur framhaldsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð

Kennsla, undirbúningur kennslu, námsmat og faglegt samstarf í kennslugreinum, skv. gæðakerfi og öðrum markmiðum skóla sem og markmiðum aðalnámskrár Gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara Viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar Þátttaka í þróunar- og umbótastarfi er lýtur að almennu skólastarfi og innan sinna greina

Hæfniskröfur

Háskólapróf í kennslugrein Leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari sbr. lög nr. 95/2019 Góð samskiptahæfni Frumkvæmi og góð skipulagshæfni Áhugi á skólastarfi og vinnu með ungu fólki Góð tölvukunnátta Kennslureynsla og góð þekking á ólíkum kennsluaðferðum æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamning KÍ og fjármálaráðherra og stofnanasamningi VA. Starfshlutfall í ensku er 75% og í spænsku 25-50%. Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2021. Í ljósi jafnréttisáætlunar skólans eru öll kyn hvött til að sækja um störfin. Umsóknir ásamt greinargerð um menntun og fyrri störf berist á tölvupóstfangið [email protected] fyrir 9. apríl 2020. Ekki þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Mikilvægt er að tilgreina meðmælendur í umsókninni. Afriti af prófskírteinum og leyfisbréf skal skila með umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Á heimasíðu skólans, www.va.is, eru upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Ath. störfin eru með staðsetningu í Verkmenntaskóla Austurlands, Fjarðabyggð.

Nánari upplýsingar veitir

Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari – [email protected] – 477-1620.

Deila