Kennarar á Djúpavogi

Djúpavogsskóli auglýsir eftir kennurum fyrir næsta skólaár.

Djúpavogsskóli er 90 barna skóli sem vinnur í takt við hugmyndafræði Cittaslow og leggur mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga. Skólinn er í mikilli þróun með áherslur á teymiskennslu, úti- og grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu. Við leitum að kennurum sem hafa farsæla kennslureynslu, eru tilbúnir að taka þátt í þróunarstarfi og starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans.

Fyrir skólaárið 2021-2022 eru auglýst eftirtalin störf við skólann:

 • Stærðfræðikennari á mið- og unglingastigi
 • Íslenskukennari á mið- og unglingastigi
 • Tungumálakennari á mið- og unglingastigi
 • Samfélagsfræðikennari á öllum stigum
 • Íþróttakennari á öllum stigum
 • Sundkennari á öllum stigum
 • Heimilisfræðikennari á öllum stigum
 • Listgreinakennari á öllum stigum
 • Verkgreinakennari á öllum stigum
 • Sérkennari í fullt starf sem mun starfa með stoðteymi
 • Umsjónarkennarar á yngsta-, mið- og unglingastigi
 • Kennarar í teymi á yngsta-, mið- og unglingastigi
Helstu verkefni og ábyrgð
 • Annast kennslu nemenda samkvæmt markmiðum aðalnámskrár grunnskóla í samráði skólastjóra og aðra kennara með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda.
 • Fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar.
 • Taka þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skóla og sveitarfélags.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Kennsluréttindi er skilyrði.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Mikil samskipta- og samstarfshæfni.
 • Faglegur metnaður.
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Áhugi á að starfa í teymiskennslu.
 • Gott vald á íslenskri tungu og áhugi á að nýta upplýsingatækni í kennslu.
 • Flest störfinn eru hlutastörf en til greina kemur að blanda störfum allt eftir hæfni og reynslu umsækjenda.
Deila