Helgar- og sumarstörf á Egilsstöðum

Leitað er að drífandi einstaklingum sem búa yfir mikilli þjónustulund og hafa jákvætt hugarfar til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna Húsasmiðjunnar á Egilsstöðum.

Um er að ræða helgar- og sumarafleysingar í verslun, æskilegt að umsækjendur helgarafleysinga geti byrjað strax en sumarafleysingafólk skv. nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:
• Sala og þjónusta við viðskiptavini
• Almenn umhirða verslunar
• Önnur almenn verslunarstörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
• Gott vald á íslensku

Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið
gefur Þorsteinn Óli, rekstrarstjóri á
[email protected]

Umsóknarfrestur er til og með
20. mars 2019. Sótt er um starfið á
www.husa.is/laus-storf

 

Deila