Hafnarverðir hjá Fjarðabyggðarhöfnum

Framkvæmdasvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar tvö störf Hafnarvarða við Fjarðabyggðarhafnir. Um er að ræða fullt starf auk bakvakta.

Starfið felur í sér hafnarvörslu, vigtun og þjónustu við viðskipavini hafnarinnar, auk annarra hafnarstarfa. Starfið er lifandi og kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki. Starfsvettvangur er hafnir innan Fjarðabyggðar, en meginstarfsstöð er Norðfjarðarhöfn.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Hafngæslumannsréttindi í hafnarvernd er kostur.
  • Vigtarréttindi er kostur.
  • Bílpróf.
  • Góð íslensku kunnátta.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.