Fulltrúi hjá Eimskip Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði

Eimskip leitar að þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í framtíðarstarf á skrifstofu hjá Eimskip Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði.

Reglubundinn vinnutími er frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
 • Skráning bókana fyrir inn- og útflutning
 • Úrlausn þjónustubeiðna
 • Reikningagerð og afstemmingar
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð, hröð og nákvæm vinnubrögð
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Talnagleggni
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Menntun og / eða starfsreynsla sem nýtist í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Þór Sigurðarson, svæðisstjóri á Austurlandi, [email protected]. Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningarvef á heimasíðu, www.eimskip.is.

Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2020.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.

Deila