
Framleiðslustörf – Alcoa Fjarðaál
Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðu og duglegu fólki í fjölbreytt framleiðslustörf í kerskála, skautsmiðju og steypuskála. Við erum stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Álverið á Reyðarfirði er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum og saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Um 360 framleiðslustarfsmenn eru kjarninn í verðmætasköpun Fjarðaáls. Framleiðslustörfin eru að jafnaði unnin á þrískiptum átta tíma vöktum.
Hvers vegna að vinna með okkur?
- Við höfum 150 klukkustunda vinnuskyldu á mánuði.
- Við erum með vaktakerfi sem gefur góðar tekjur og góðan frítíma.
- Við fáum ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti.
- Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi og heilsu allra á vinnustaðnum.
- Við höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
- Við trúum því að samhent teymi ólíkra einstaklinga skili bestum árangri.
- Við gerðum með okkur sameiginlegan sáttmála um góða vinnustaðarmenningu.
- Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið í jafnréttismálum í samstarfi við Jafnréttisvísi.
- Við fáum góð tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar.
- Við erum með virkt umbótastarf þar sem áhersla er lögð á þátttöku starfsmanna.
- Við búum í nálægð við náttúruna í fjölskylduvænu samfélagi á Austurlandi.
Fríðindi í starfi
- Öflug velferðaþjónusta
- Fatnaður
- Íþrótta og meðferðarstyrkir
- Mötuneyti
- Rúturferðir frá helstu byggðarkjörnum
Frekari upplýsingar um framleiðslustörfin veitir mannauðsteymi Fjarðaáls í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 470 7700.
Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, tala íslensku, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Umsóknir eru trúnaðarmál og þeim er öllum svarað.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.