Framkvæmdastjóri og þjálfari/þjálfarar óskast – Djúpivogur

Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi, er öflugt félag með um 80 iðkendur á grunnskólaaldri.  Æfingar hafa verið á veturna í íþróttamiðstöð Djúpavogs þar sem er góður og vel tækjum búinn íþróttasalur og innisundlaug.  Auk þess er sparkvöllur við íþróttamiðstöðina sem hægt er að nýta við þjálfun knattspyrnu.  Reynt hefur verið að hafa sem mesta samfellu í skóladegi barnanna þannig að þau geti farið beint á æfingar í lok skóladags, þar af leiðandi er ölllum æfingum lokið um kl. 17:00 en það er ekki skilyrði.

Neisti auglýsir eftir þjálfara/þjálfurum og framkvæmdastjóra fyrir veturinn 2020-2021.  Launakjör og starfshlutfall verða ákveðin í samráði við umsækjendur.  Framkvæmdastjórastarfið er ca.40% starf og sér framkvæmdastjóri um daglegan rekstur félagsins í samráði við stjórn.  Þjálfun er á bilinu 80-100% en helstu íþróttagreinar sem iðkaðar hafa verið hjá Neista undanfarin ár eru sund, frjálsar íþróttir og knattspyrna.  Áhugi er meðal barnanna á því að stunda fleiri/aðrar íþróttagreinar og verður allt slíkt rætt við verðandi þjálfara og möguleiki er að skipta þjálfuninni niður eftir greinum.

Reynsla og menntun í þjálfun barna og unglinga er æskileg.

Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 24. ágúst 2020 við þjálfun en framkvæmdastjóri frá 1. september.

Stjórn áskilur sér rétt að hafna öllum umsækjendum en öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknafrestur er til 14. ágúst 2020 og skal senda þær og allar fyrirspurnir á [email protected].

Deila