Framkvæmdastjóri álframleiðslu

Aloca Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi stjórnanda í starf framkvæmdastjóra álframleiðslu. Meginviðfangsefni er að leiða og þróa teymi í kerskála, skautsmiðju, umhverfisvöktun og kersmiðju, en samtals eru starfsmenn í álframleiðslu um 300 talsins.

Framkvæmdastjóri stýrir áætlanagerð, fylgir árangursmælikvörðum eftir, stuðlar að umbótum og ber ábyrgð á öryggismálum í álframleiðslu. Stefna Alcoa Fjarðaáls er að vera eftirsóknarverður hátæknivinnustaður sem eykur lífsgæði með ábyrgri og hagkvæmri framleiðslu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Gerð framleiðslu- og fjárhagsáætlana fyrir álframleiðslu
 • Þróun mannauðs og stjórnunarhátta í teymunum
 • Bregðast við frávikum í árangusmælikvörðum
 • Stuðla að stöðugri og markvissri umbótavinnu
 • Ábyrgð á öryggismálum og viðbrögðum við öryggisatvikum
 • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð framkvæmdastjórnar
 • Tryggja árangursríka samvinnu við önnur teymi og ferði í fyrirtækinu
 • Samskipti og upplýsingagjöf innan fyrirtækisins og í erlendu samstarfi

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði verkfræði eða viðskipta, framhaldsmenntun er kostur
 • Fimm ára farsæl reynsla af stjórnun, helst í framleiðslu
 • Hæfni til að byggja upp öfluga liðsheild og vinnustaðarmenningu
 • Frumkvæði, lausnamiðun og umbótavilji
 • Sterk öryggis- og umhverfisvitund
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Gott vald á íslensku og ensku

Fríðindi í starfi

 • Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
 • Mötuneyti
 • Íþrótta og meðferðastyrkir

Frekari upplýsingar um starfið veitir Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála, í tölvupósti smari.kristinsson@alcoa.com eða í síma 843 7728.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is