FORSTÖÐUMAÐUR TÓMSTUNDA- OG FRÍSTUNDAMÁLA HJÁ FJARÐABYGGÐ

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns tómstunda og frístundamála. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga.

Forstöðumaður tómstunda og frístundamála ber ábyrgð á frístunda- og tómstundamálum í Fjarðabyggð. Þar á meðal eru málefni ungs fólks, félagsstarf á vegum Fjarðabyggðar fyrir alla aldurshópa ásamt rekstri þeirra mannvirkja sem hýsa þessa starfsemi.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á starfsemi og rekstri vegna tómstundamála barna, unglinga, fullorðinna og aldraðra
 • Ber ábyrgð á rekstri félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar og lögbundnu félagsstarfi ungmenna, fullorðinna og eldri borgara.
 • Er talsmaður málaflokksins út á við sem felur meðal annars í kynningar á starfseminni.
 • Ber ábyrgð á hönnun og skipulagi kynningarefnis tómstundamála.
 • Þróun nýrra lausna og hugmynda vegna fjölbreytileika tómstundastarfsins, lögð skal sérstök áhersla á að auka við heilsueflandi aðgerðir/verkefni.
 • Söfnun tölulegra upplýsinga um starfsemina og skýrslugerð.
 • Samráð innan kerfis Fjarðabyggðar um tómstundastarf eftir því sem við á hverju sinni.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Viðkomandi þarf að hafa lokið grunngráðu í tómstunda- og félagsmálafræði, eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af skipulagningu tómstundaúrræða.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er æskileg.
 • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu.
 • Reynsla af vinnu með börnum, unglingum og fullorðnum.
 • Þekking og reynsla af stjórnsýslu sveitarfélaga.
 • Þekking og reynsla af starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu.
 • Þekking á lögum og reglugerðum er varða starfsemina.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Starfslýsing – forstöðumaður tómstunda- og frístundamála.pdf

Nánari upplýsingar um starfið gefur Laufey Þórðardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs [email protected] sími: 7724399 og Ásdís Sigurðardóttir [email protected] sími: 8983310.

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2021 og skulu umsóknir berast í gegn um ráðningavef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is með því að smella hér.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Deila