Flugvallarstarfsmaður á Egilsstaðaflugvelli

Isavia óskar eftir að ráða flugvallarstarfsmann á Egilsstaðaflugvelli. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í spennandi
og skemmtilegu starfsumhverfi. Í starfinu felst annars vegar eftirlit með flugvallarmannvirkjum og flugbrautum og hins
vegar vinna við samskipti við flugvélar um flugradíó, AFIS.

Hæfniskröfur
• Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru skilyrði
• Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
• Reynsla af slökkvistörfum og snjóruðningi er kostur
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
• Gott vald á íslensku og ensku
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jörundur Hilmar
Ragnarsson umdæmisstjóri, [email protected]

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.

Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu
ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia
hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að
sækja um þau störf sem í boði eru.

Deila