Flugradíómaður á Egilsstöðum

Isavia Innanlandsflugvellir óska eftir að ráða flugradíómann á Egilsstaðaflugvöll. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna. Þjálfunin tekur u.þ.b. þrjá mánuði. Helstu verkefni eru að veita flugmönnum upplýsingar úr flugturni, fylgjast með fjarskiptarásum (radíó og síma) á auglýstum þjónustutíma og gerð og dreifing veðurathugana.

Hæfniskröfur:

• Stúdentspróf eða sambærileg menntun

• Góð íslensku- og enskukunnátta

• Góð almenn tölvukunnátta

• Lipurð í mannlegum samskiptum

• Gerð er krafa um gott heilsufar

Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember nk.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]

Deila